Rauðrófusafi

Undirbúningur: 15 mín

Fyrir 1-2

2 litlar Rauðrófur eða ein stór

1 grænt Epli

1/2-1 sítróna

2cm engifer

2 stilkar Sellery

Aðferð:

Allt sett í safapressu. Eða í blandara. Þá þarf að fylla af vatni svo rétt fljóti yfir. Og sýja í gegnum grisju eða nælonsokk.

Uppl:

Ef þú ætlar að gera kex úr hratinu. Skaltu pressa allt nema Selleryið. Taka hratið frá og svo pressa Selleryið. Sellery gerir kexið rammt.

Bættu við 1/4 af lauk, mjög smátt saxaðan. og góða lúku af Hörfæum. 1 msk olía. Allt blandað vel saman með sleif. Smá salt (smakka til)

Fletja frekar þunnt á plötu

í ofninn á 100°c blástur. Setja sleif í hurðargatið til að lofta.

 

Baka í ca 8 klst. Eða þar til það er orðið stökkt.