Glúteinlausar brauðbollur

Undirbúningur: 7 mín

Gerir ca 10 bollur

Innihald:

125 gr Mix B "frá Schear"

125 gr brauðmjöl "frá Doves farm"

2 tsk vínsteins-lyftiduft

1 tsk Pofiber "frá semper"

1 tsk sjávar salt

2 msk fræ að eigin vali

1 msk olía

ca 300 ml volgt vatn

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°c

Setjið form með vatni í neðst í ofninn og hafið á meðan á bakstri stendur eða hafið gufu á.

Blandið þurrefnunum saman í skál.

setjið síðan olíuna og tæplega allt vatnið, hrærið vel saman með sleikju. Bætið við vatni eftir þörfum.

Athugið að deigið á að vera þykkt.

Setjið með skeið á plötu (gott að nota ísskeið)

Bakað í 40 mín, eða þar til þær eru orðnar gullin brúnar

Uppl:

Mér finnst best að blanda saman graskersfræum, sólblómafræum og sesam fræum.

Það er líka gott að mylja fjalla grös útí.

Sólþurrkaða tómata eða ólífur.

Eða bara láta hugmyndafluginu lausan tauminn.

 

Njótið vel með góðu Íslensku smjöri ;)