Það getur verið bæði skemmtilegt og auðvelt að matbúa heima, hvort sem er fyrir sig eina/n eða fyrir fleiri. Þá veit maður líka nákvæmlega hvað réttirnir innihalda og svo gefur maður svo mikið af sjálfum sér í matargerðina. Þú finnur muninn. Svo er það líka svo nærandi fyrir sálina að eiga rólega og yndislega stund í eldhúsinu að matbúa og eða baka. Svo er líka hægt að gera skemmtilega fjölskyldu stund úr því í leiðini. Hér á þessari síðu eru nokkrar auðveldar og bragðgóðar uppskriftir sem eru góð viðbót við það sem þú kannt og veist. Endilega njóttu þess að matbúa þær, hvort sem er fyrir þig, fjölskylduna eða góða vini. Verði ykkur að góðu ;o)

 

Anda inn anda út.

5 Góðar ástæður afhverju þú ættir að borða hægar.

Post written by Leo Babauta.

Eitt af okkar aðal vandamálum í dag er að “allir” eru að flýta sér, og gefa sér ekki tíma til neins.… Og þegar kemur að því að borða, skóflum við í okkur matnum.

Það leiðir til stressaðs og óheilbrygðs lífstíls.

Með einföldum og áhrifaríkum hægari matarvenjum, getum við umbreytt þeim lífstíl strax. Hversu erfitt er það? Þú borðar minni bita í einu og tyggur hann hægar og lengur, og nýtur matarinns lengur og betur.

Það tekur aðeins lengri tíma en venjulega en hefur mjög jákvæðar breytingar fyrir þig.

Þú hefur kanski heyrt um: Slow Food Movement, Það hófst á Ítalíu fyrir u.þ.b. tveimur áratugum til að vega á móti skindibita æðinu. (fast food). ”Everything that fast food is, Slow Food isn’t”.

Ef þú lest: Slow Food Manifesto, þá sérðu að þetta snýst ekki bara um heilsuna – Þetta er lífstíll. Og hvort sem þú hefur áhuga á að taka upp þennan lífstíl eða ekki, mæli ég með að þú skoðir aðeins nánar þetta með að borða hægar.

1. Þyngdartap. Rannsóknir sýna að með því að borða hægar, innbygðir þú færri kaloríur. Þú gætir jafnvel létt þig um ca 10kg á einu ári án þess að beyta neinu öðru. Ástæðan er sú að það tekur heilann 20mín að átta sig á að maginn sé orðinn fullur. Ef við borðum of hratt, er heilinn ekki búin að átta sig á að við erum södd og þ.a.l. borðum við of mikið. Ef við hinsvegar borðum hægt, áttum við okkur fyrr á að við erum söddd og borðum því minna. Ég mæli samt með því að þú veljir heilsusamlegt fæði. En hvað sem þú velur, hafðu þá í huga að borða minni bita, tyggja vel og lengi og njóta vel .

2. Njóttu matarins. Þessi ástæða er ekki síður mikilvæg að mínu áliti. Þú getur ekki notið matarins ef þú skóflar honum í þig. Reyndar tel ég allt í lagi að svindla annað slagið ef þú bara borðar minni bita og tiggur hægar og lengur. Hugsaðu aðeins um það: Þig lalngar í skindibita af því þér finnst hann bragðast vel. En ef þú borðar hann of hratt, til hvers þá að vera að því? Ef þú borðar hann hægt geturðu notið þess miklu betur og borðar fyrir vikið minna. Það er dæmi sem mér finnst ganga upp. Ég held að það veiti þér meiri gleði og þú njótir þess betur ef þú bara borðar hægar. Gerðu fæðuna þína “maga væna” ekki eitthvað sem þú bara skóflar í þig og heldur svo áfram í amstri dagsins.

3. Bætir meltinguna. Með því að borða hægar og tyggja matin lengur verður meltingin betri. Meltingin byrjar nefnilega í munninum, svo því duglegri sem þú ert að tyggja. Þeim mun léttara er fyrir meltingakerfið að klára verkið. Þar af leiðandi verður minna um meltinga vandamál hjá þér.

4. Minna stress. Þegar þú borðar hægar og veitir matnum athygli í munninum veitir það þér meiri ánægju að borða, heldu en ef þú skóflar í þig og hugsar á meðan um allt það sem þú átt eftir að gera. Þegar þú ert að borða, gerðu þá bara það. Með því að temja þér þessar matarvenjur, tel ég að þú takir það með þér áfram í næstu verkefni sem þú tekur þér fyrir hendur. Semsagt minna stress og meiri ánægja og gleði. Gefðu þessu séns og sjáðu hvað gerist.

 

5. Gerðu “uppreisn” móti skindibitanum og stressinu. Þetta full bókaða, stressaða líferni okkar í dag veldur því að við borðum of hratt. Það er lífstíll sem dregur úr okkur, gerir okkur óheilbryggð, stressuð og óhamingjusöm. Við þjótum gegnum daginn “hugsunarlaust” án þess að gefa okkur tíma til að lifa lífinu, njóta lífsins og njóta samvista við aðra eða bara að njóta augnabliksins. Það tels ekki gott samkvæmt mínum bókum. Gerðu frekar uppreisn gegn þessum lífstíl. Byrjaðu hægt, með því að borða hægar. Veldu ekki skindibita. Eldaðu frekar heima eða veldu veitinga hús af kostgæfni. Byrjaðu núna og bragðaðu á lífinu;)